top of page
No plans availableOnce there are plans available for purchase, you’ll see them here.

Það er hreinlega innbyggt í DNA MýSilica að huga að sjálfbærni og umhverfismálum, enda er grunnurinn að starfseminni nýting á hráefni sem hefur ekki verið nýtt hingað til og með því einu að nýta það verða til jákvæð áhrif á umhverfið. Starfsemi MýSilica styður við ýmis Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og horfir fyrirtækið einnig til þeirra þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku.

 

 

 

 

 

 

Heimsmarkmiðin eru 17, með 169 undirmarkmið. Það eru helst 4 markmið sem skarast við starfsemi MýSilica og hér verður það rakið stuttlega hvernig fyrirtækið leggur sitt af mörkum til að vinna að þeim.

5. JAFNRÉTTI KYNJANNA

Stofnandi MýSilica og framkvæmdastjóri er Fida Abu Libdeh, en hún hefur vakið athygli fyrir frumkvöðlastarf, fyrst með

GeoSilica og nú MýSilica. Hún hlaut FKA Hvatningarviðurkenninguna árið 2021, sem er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri. Með Fidu í forystu styður MýSilica við heimsmarkmið 5.5, sem kveður á um að tryggja virka þátttöku kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi.

8. GÓÐ ATVINNA OG HAGVÖXTUR

Starfsemi MýSilica byggir í grunninn á nýtingu á skiljuvatni frá Bjarnarflagsvirkjun sem hefur hingað til ekki verið nýtt, heldur dælt aftur út í náttúruna. Við það geta myndast kísil- og steinefnarík lón, sem geta haft slæm áhrif á jarðveginn til lengri tíma. Með því að nýta vatnið og vinna úr því kísil og steinefni er dregið úr líkum á lónmyndunum og dregið úr neikvæðum áhrifum sem lónin geta haft á jarðveginn. Með starfsemi MýSilica er því ekki aðeins forðast að ganga á náttúruna heldur einnig unnið gegn ágangi á hana. Er þetta í samræmi við heimsmarkmið 8.4 sem kveður á um að bæta nýtingu auðlinda og draga úr hagvexti sem gengur á náttúruna.

9. NÝSKÖPUN OG UPPBYGGING

Kísill og steinefni, sem MýSilica notar í MýMinerals vörurnar, eru unnin úr skiljuvatni, með aðferð sem hefur ekki verið áður notuð í þessum tilgangi og framleiðslubúnaði sem er þróaður af MýSilica. Þannig er framleiðsluferlið drifið áfram af nýsköpun, sem talar við heimsmarkmið 9.

12. ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA​

Í öllu framleiðsluferlinu horfir MýSilica til heimsmarkmiðs 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu. Þannig leitast fyrirtækið alltaf við að nota eins sjálfbærar aðferðir og hægt er á hverju stigi og í hverjum þætti starfseminnar. Eins og áður hefur verið komið inn á er tilurð fyrirtækisins og starfsemi þess í grunninn til góðs fyrir umhverfið, þar sem vinnsla á kísil og steinefnum úr skiljuvatni dregur úr líkum á slæmum áhrifum á jarðveg.

Fólkið

Fida.jpeg

Fida Abu Libdeh

Stofnandi og framkvæmdastjóri

Sigthora_edited_edited.jpg

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir

Verkefnastjóri

image0.jpeg

Ásdís Inga Viktorsdóttir

Markaðsfulltrúi

bottom of page